LoginTungumál/ Þátttökulönd

EnglishPolskiEspañol(Spanish Formal International)Bulgarian (Български)Italian - ItalyGreekIcelandic(IS)
Heimasíða

Velkomin(n) á opinbera heimasíðu evrópska samvinnuverkefnisins DARE.

Markmið samstarfsins er að auka skilning á fötlun og daglegu lífi fatlaðra í nútíma samfélagi, þ.e. þekkingarsamfélaginu.

Afurðir DARE verkefnisins eru sérhæfð þjálfunarnámskeið til að auka skilning þátttakenda á málefnum fatlaðra. Til að byrja með er verkefninu beint að kennurum og opinbera starfsmenn.

Framhaldsverkefnið DARE2 kemur til með að þróa þjálfunarnámskeið fyrir háskólakennara enn frekar en mun einnig búa til nýtt námskeið fyrir stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Líkt og með fyrra verkefnið er DARE2 að uppistöðu breskt en verður aðlagað fyrir aðra þátttakendur.
Meira um verkefnið

Til eflingar þátttöku fatlaðra félagslega þá tekur DARE-samstarfshópurinn, í samstarfi við evrópskar menntastofnanir, þátt í ráðstefnum, vinnustofum og málstofum um aðgengi fatlaðra að almenna skólakerfinu. 
Meira um valda viðburði

Skilningur á fötlun felur í sér grunnþekkingu á eðli fötlunar, að viðkomandi búi yfir þekkingu sem hafnar staðalmyndum og býr yfir upplýsingum um hvernig hægt er að veita fötluðu fólki stuðning og gera því kleift að vera virkir í samfélaginu. Þessi nálgun krefst þátttöku fatlaðara sem ófatlaðra og kemur báðum hópum til góða.

Skilningur á fötlun eflir líka opin samskipti og umburðarlyndi. Fatlaðir eru stærsti minnihlutahópur í evrópskum samfélögum og því stór hluti borgaranna.
Meira um nútímaleg viðhorf til fötlunar

Í samræmi við reglur um tilraunverkefni (pilot project) sem eru þróuð og hrint í framkvæmd af Símenntunaráætlun Evrópusambandsins, þá miðar vinna þátttakenda að því að miðla þekkingu milli ríkja. Í þessu tilviki er um að ræða þekkingu sem hefur verið þróuð á Bretlandseyjum þar sem rík hefð er fyrir þjálfunarnámskeiðum af þessum toga.
Meira um þekkingarmiðlun

Lokaráðstefna DARE 2 verður haldin 16-17 maí 2011 í Jageiellonian háskólanum (Auditorium Maximum byggingu) í Kraká, Póllandi.
Vertu með okkur!

Stuttmynd um síðustu DARE ráðstefnuna.

 
Uniwersytet Jagielloński
Biuro ds. Osób Niepełnosprawnych
ul. Retoryka 1/210
31-108 Kraków
tel.: (0-12) 424 29 50
bon@uj.edu.pl
Leonardo da Vinci Project
Valid XHTML 1.0 Transitional
Valid CSS!